fbpx

20 FYRIRLESTRAR UM HEILSU OG UMHVERFISMÁL

Endurspilun til 16. nóvember 2020
Aðeins 5.500 kr.
FRÆÐSLA | INNBLÁSTUR | SKEMMTUN

– BÆTUM ANDLEGA LÍÐAN –

Svefn, streita, djúpslökun, heilandi garðar, hugarfar og jafnvægi

– BÆTUM LÍKAMLEGA HEILSU –

Þarmarnir, orkan, lífsstílssjúkdómar, þyngd, öndun, mataræði og forvarnir

– BÆTUM UMHVERFIÐ –

Eiturefnalaust heimili, græn fjölbýli, minni fata- og matarsóun og bætt loftgæði

Hlekkur í tölvupósti
Horft á heima í stofu
Aftur og aftur til 16.nóv.

TÖKUM ÁRIÐ 2020
Í OKKAR HENDUR

DAGSKRÁ

10:30
Engin vandamál - bara lausnir

Engin vandamál - bara lausnir

Guðbjörg Gissurardóttir

Guðbjörg er eigandi og ritstýra tímaritsins Lifum betur - Í boði náttúrunnar og gestgjafi og kynnir fyrirlestraveislunnar.  Í ár fagnar útgáfan tíu ára afmæli og fer Guðbjörg í gegnum þetta skemmtilega ferðalag og þær áskoranir sem hún hefur staðið frammi fyrir á leiðinni og hvernig hugarfarið hefur hjálpað henni á þessu ferðalagi.

10:50
Leit að lífi á plánetunni Jörð

Leit að lífi á plánetunni Jörð

Sævar Helgi Bragason

Ef við gæfum okkur að geimverur fylgdust með Jörðinni úr fjarska, myndu þær sjá breytingar á plánetunni Jörð? Og ætli þær breytingar myndu hringja viðvörunarbjöllum? Í þessum fyrirlestri mun Sævar skoða og útskýra á sinn einstaka hátt hvernig Jörðin er að breytast, hvað er í húfi og síðast en ekki síst hvað við getum gert í því.

11:10
Hamingjusamt barn í heilbrigðu umhverfi

Hamingjusamt barn í heilbrigðu umhverfi

Hildur Harðardóttir

Veist þú hvar eldtefjandi efni, paraben, þalöt og rotvarnarefni leynast í umhverfi okkar? Hvaða áhrif þau geta haft á heilsu og þroska barna? Börn eru viðkvæmur hópur þar sem ónæmiskerfið þeirra er að þroskast og þau eru í mikilli snertingu við nærumhverfi sitt. Hildur gefur góð ráð til þess að forðast óæskileg efni í ungbarnavörum, leikföngum og almennt í umhverfi okkar.

11:50
Grænna líf í fjölbýli

Grænna líf í fjölbýli

Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir og Elísabet Sara Emilsdóttir

Húsfélög geta haft mjög jákvæð áhrif á umhverfið. Hvort sem það tengist viðhaldi, sorpmálum, sameign, samgöngum eða garðyrkju. Þórhildur Fjóla og Elísabet Sara segja frá þeim fjölmörgu leiðum sem hægt er að fara og sum ráð eru einnig viðeigandi fyrir þá sem búa í einbýli, tvíbýli eða þríbýli.

12:10
Hvað eru lífsstílssjúkdómar og hvernig á að forðast þá?

Hvað eru lífsstílssjúkdómar og hvernig á að forðast þá?

Kjartan Hrafn Loftsson

Meirihluti ótímabærra dauðsfalla í vestrænum löndum má rekja til Lífsstílssjúkdóma. Einstaklingum sem glíma við slíka kvilla fjölgar ár hvert og heilbrigðiskerfið á í erfiðleikum með að fyrirbyggja þessa aukningu. Undanfarin sex ár hefur Kjartan skoðað áhrif lífsstíls og mataræðis á langvinna sjúkdóma, hlutverk ketóna og næringarketósu, föstur, langlífi og fleira. Einnig fer hann yfir hvað við getum gert til að fyrirbyggja og/eða snúa þróun sjúkdóma við.

12:30

Hlé

13:00
Aldrei aftur kálsúpa!

Aldrei aftur kálsúpa!

Linda Pétursdóttir

Linda hefur lifað og hrærst í fegurðar- og heilsubransanum frá unga aldri og deilir í þessum persónulega fyrirlestri hvernig hún náði tökum á heilsunni, hætti að elta megrunarkúra og tók málin í sínar hendur. Reynslunni ríkari lýsir hún byltingarkenndri aðferðafræði sem hún kennir konum í dag sem hjálpar þeim að komast út úr vítahring megrunarkúra, losna við aukakílóin, öðlast betri heilsu og aukna vellíðan.

13:20
Þarmarnir og orka líkamans

Þarmarnir og orka líkamans

Guðrún Bergmann

Guðrún hefur kallað þarmana „umferðarmiðstöð líkamans“, vegna þess að í þörmunum fer öll úrvinnsla á fæðunni sem við neytum fram. Þaðan er næringarefnunum síðan dreift til annarra hluta líkamans. Aðstæður í þörmunum og ástand þeirra ræður því miklu um upptöku okkar á þeim næringarefnum sem við tökum inn í líkamann. Meltingarvandamál eru mjög algeng og því er mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvað þarf að gera til þess að viðhalda góðri heilsu þarmanna.

13:40
Betri loftgæði - betri heilsa

Betri loftgæði - betri heilsa

Sólveig Halldórsdóttir

Talið er að árlega megi rekja 60 ótímabær dauðsföll á Íslandi til loftmengunar. Í þessum fyrirlestri mun Sólveig útskýra hvaðan mengunin kemur, hvers vegna það er mikilvægt að draga úr loftmengunarefnum og hvernig við getum saman unnið að betri loftgæðum. Bæði útfrá umhverfissjónarmiðum og ekki síst til að stuðla að heilbrigðara umhverfi fyrir okkur sem búum í borgum og bæjum.

14:10
Frumöfl manns og náttúru

Frumöfl manns og náttúru

Kolbrún Björnsdóttir

Jörð, vatn, eldur og loft eru frumöflin sem náttúran og maðurinn eru byggð á. En hvernig spila þessi frumöfl saman? Hvernig er hægt að halda þeim í jafnvægi. Og Hvernig hefur náttúran áhrif á frumöflin í okkur? Kolbrún mun skoða áhrif frumaflanna á andlega og líkamlega heilsu og hvað við þurfum að gera til að viðhalda fullkomnu jafnvægi.

14:30
Andaðu maður!

Andaðu maður!

Björgvin Páll Gústavsson

Björgvin Páll hefur um langt skeið verið hugfanginn af öndun. Hann hefur aflað sér þekkingar á þeim fjölbreyttu áhrifum sem öndun getur haft á andlega og líkamlega líðan og reynt það á eigin skinni. Hann mun sýna fram á það hvernig heilbrigð og skilvirk öndun getur hjálpað fólki að ná betri tökum á andlegri heilsu, bætt frammistöðu í íþróttum og aukið einbeitingu í skóla og starfi.

10:30
Lifum betur - eitt blað í einu

Lifum betur - eitt blað í einu

Guðbjörg Gissurardóttir

Sögur sem skipta máli og gefa lesandanum innblástur er það sem tímaritið Lifum betur stendur fyrir. Guðbjörg dregur fram nokkrar skemmtilegar sögur af viðmælendum og lærdómi sem hún hefur tileinkað sér í lífinu.

10.50
Að skilja streituna

Að skilja streituna

Kristín Sigurðardóttir

Ef þú hélst að þú vissir allt um streitu þá mun þessi fyrirlestur sanna hið gagnstæða!  Markmið Kristínar er að dýpka skilning fólks á því hvernig streita virkar á líkama okkar og huga. Hún skoðar áhrif streitu á vöðva, blóð, hormóna, frjósemi, meltingu, bólgur o.fl. Hún hjálpar okkur að skilja og skynja hvenær við erum í streituástandi og þekkja viðvörunarmerki líkamans.

11:10
Frelsi hugans

Frelsi hugans

Sölvi Tryggvason

Skiljum við virkilega áhrif hugsana á andlega og líkamlega líðan okkar? Sölvi skoðar þær leiðir sem hafa reynst honum vel til þess að halda andlegu og líkamlegu jafnvægi í lífi sínu. Hvernig hann hefur náð sjórn á streitukerfinu, sem skilar sér í heilbrigðari líkama og öflugra ónæmiskerfi.

11:50
Hæg tíska - saman gegn sóun

Hæg tíska - saman gegn sóun

Birgitta Stefánsdóttir

Við þurfum að horfast í augu við neikvæð áhrif fatainnkaupa okkar á umhverfi og samfélög víðs vegar um heiminn. Birgitta útskýrir þær áskoranir sem fata- og textíliðnaðurinn stendur frammi fyrir enda er hann einn af mest mengandi iðnaði í heiminum. En það eru líka tækifæri til breytinga.

12:10
Grænt - gott fyrir umhverfið og budduna

Grænt - gott fyrir umhverfið og budduna

Ebba Guðný Guðmundsdóttir

Hvað græðum við sjálf, prívat og persónulega, á umhverfisvernd, minni matarsóun og kaupa hreinni vörur? Þegar Ebba fór að halda heimilisbókhald lærði hún fljótt að umhverfisvernd og sparnaður haldast í hendur. Hún vill meina að við þurfum öll að finna góða gulrót til að takast á við breytingar!

12:30

Hlé

13:00
Áhrifamáttur heilandi garða

Áhrifamáttur heilandi garða

Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir

Margar erlendar heilbrigðisstofnanir eru farnar að koma upp heilandi görðum. Guðfinna fer yfir Rannsóknir sem sýna hvernig garðarnir stiðja við andlegan og líkamlegan bata sjúklinganna ásamt því að veita starfsfólki og aðstandendum dýrmætt athvarf til að öðlast andlega endurheimt. En hvernig getum við nýtt þau grænu svæði sem við eigum í kringum okkur?

13:20
Betri svefn - Grunnstoð heilsu

Betri svefn - Grunnstoð heilsu

Erla Björnsdóttir

Þegar við erum orðin 75 ára þá höfum við sofið í heil 25 ár! Það er því ekki furða að góður nætursvefn er talinn grunnur að góðri heilsu. Það er aldrei of seint að bæta svefninn. Í þessum fyrirlestri mun Dr. Erla Björnsdóttir fara yfir það sem svefn gerir fyrir andlega og líkamlega heilsu okkar, fjalla um algengustu svefnvandamál fólks og gefa góð ráð sem auka líkurnar á því að við vöknum úthvíld og endurnærð eftir nóttina.

13:40
Yoga Nidra: Djúpslökun fyrir annasamt líf

Yoga Nidra: Djúpslökun fyrir annasamt líf

Kamini Desai PhD

Það er talið að 45 mínútur af Yoga Nidra hugleiðslu sé á við þriggja klukkutíma svefn. Yoga Nidra er leidd djúpslökun sem minnkar streitu, hámarkar endurheimt líkamans í svefni og örvar heilandi mátt líkamans. Talið er að Yoga Nidra geti hjálpað þeim sem glíma við streitu, kvíða, þunglyndi, slitróttan svefn, breytingaskeiðs einkenni og kulnun. Kamini sem er ein af okkar reyndari Yoga Nidra kennurum, mun kynna þessa einstöku hugleiðslutækni ásamt því að gera stutta æfingu með áhorfendum.

Þessi fyrirlestur er á ensku.

14:10
Fíflunum fjölgaði í kringum mig

Fíflunum fjölgaði í kringum mig

Margrét Grímsdóttir

Fólk með langvinna streitu og kulnun er ört vaxandi hópur á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Í þessum fyrirlestri fer Margrét yfir helstu einkenni streitu og hjálpar okkur að þekkja hættumerkin svo hægt sé að grípa inn í og fyrirbyggja veikindi. Sjálf hefur Margrét reynslu af kulnun og ræðir hún einnig áhrifaríkar leiðir til þess að takast á við streitu bæði í lífi og starfi.

14:50
Takk fyrir

Takk fyrir

Guðbjörg Gissurardóttir

Samstarfsaðilar