EKKI BÍÐA!

HVAÐ GETUM VIÐ GERT STRAX Í DAG?

FYRIR HEILSUNA?

FYRIR UMHVERFIÐ?

 

FYRIRLESARAR 2022

DAGSKRÁ 2022

10:30
Grænkum okkur saman!

Grænkum okkur saman!

Guðbjörg Gissurardóttir

Ertu byrjandi, áhugamanneskja, lengra komin eða atvinnumanneskja?

Guðbjörg mun gefa fólki leið til að gera grænu skrefin að skemmtilegri áskorun þar sem við skoðum hvar við erum stödd í dag með einföldum tékklista sem gefur hugmyndir og leiðir að næstu grænu skrefum.

10:50
Með gaffal og disk að vopni!

Með gaffal og disk að vopni!

Sigurður Loftur Thorlacius

Meðal íslendingur losar um tólf tonn á ári en til að ná mark­miðum Parísar­sam­komu­lagsins þá þyrftum við að vera í fjórum tonnum. Sigurður Loftur fjallar um kolefnisspor matar og neysluvenjur íslendinga. Hvaða áhrif matarvenjur okkar hafa á kolefnislosun og mikilvægi þess að vera ábyrgur neytandi?

Mikilvægt er að við skoðum neyslu okkar, reiknum út kolefnissporið, til að sjá hvar við þurfum að taka okkur á og hverju við getum breytt til að minnka kolefnissporið í dag.

Kolefnisreiknir.is, er samstarfsverkefni Eflu og Orkuveitunar þar sem hægt er að skoða og mæla kolefnisspor einstaklinga. Matarspor.is er matarreiknivél sem sýnir kolefnisspor máltíða. sem reiknar út og ber saman kolefnisspor mismunandi máltíða og rétta.

11:10
Áhrif streitu og álags á samskipti og tengsl

Áhrif streitu og álags á samskipti og tengsl

Kristín Sigurðardóttir

Tengsl eru grunnur okkar tilveru. Nýr skilningur opnar nýjar leiðir til að bæta samskipti og líðan. 

Kristín Sigurðardóttir, læknir fjallar um álag, áföll og áhrif á einstaklinga. Hvernig slíkt hefur lífeðlisfræðileg áhrif á hegðun, skynjun og samskipti.

11:50
Vindmyllur á Íslandi – ógn við samfélag og náttúru?

Vindmyllur á Íslandi – ógn við samfélag og náttúru?

Andrés Skúlason

Andrés verkefnastjóri hjá Landvernd kynnir Náttúrukortið og hvernig það getur nýst bæði til að fræðast um náttúru landsins og líka til að skoða virkjanaáform um land allt og hvað er í húfi.

Andrés fræðir gesti um áformaðar vindorkuvirkjanir og margvísleg umhverfisáhrif þeirra, meðal annars vegna  hljóð-, plast- og sjónmengunar, og áhrif þeirra á útivist og upplifun náttúruunnenda.

12:10
Grunn orsakir veikinda

Grunn orsakir veikinda

Jens K. Gudmundsson

Jens læknir útskýrir hvernig einstaklingsmiðuð nálgun á heilsu getur leyst langvinn vandamál og sjúkdóma. Hann talar einnig um nokkrar af grunn orsökum veikinda.

13:30
Biohacking! Hreysti á hvaða aldri sem er!

Biohacking! Hreysti á hvaða aldri sem er!

Þorbjörg Hafsteinsdóttir

Með biohacking aðferðum minnka bólgur, stofnfrumur fæðast, þú getur endurræst frumur og líffæri sem efla heilsuna þína og yngir þig upp. Þorbjörg lýsir því einnig hvernig Köld böð, sauna og hvað þú borðar og hvenær geta breytt lífinu þínu.

13:50
Fyrir náttúruna innra með þér

Fyrir náttúruna innra með þér

Birna G. Ásbjörnsdóttir

Birna F. Ásbjörnsdóttir fjallar um meltingarveginn og mikilvægi hans varðandi andlega og líkamlega heilsu. Einnig fjallar hún um næringu og mikilvægi hennar til að byggja upp og viðhalda heilbrigðari meltingarflóru, hvað við getum gert með hjálp frá náttúrunni og hvað náttúran getur gert fyrir okkur í þessu samhengi.

14:20
Stílabók Arnars – Gnúpverjahreppur 1979

Stílabók Arnars – Gnúpverjahreppur 1979

Margrét Hrund Arnarsdóttir / Gyða Dan Johansen

Ævintýrið byrjaði í stílabók árið 1979. Þegar undur drengur lét sig dreyma um framtíðina.

Í fyrirlestrinum verður farið yfir sögu og uppruna Fjölskyldubúsins í Gunnbjarnarholti, sem framleiðir Hreppamjólk. Vörurnar frá Hreppamjólk eru upprunamerktar og rekjanlegar beint til Fjölskyldubúsins. Einstök saga þar sem framsýni og umhverfismál hafa verið stór þáttur í þróun búsins.

14:40
Rétt hreyfing til bjargar

Rétt hreyfing til bjargar

Magni Grétarsson

Ertu með verki í hnjám, mjöðmum, baki? Veistu Hver upptök eða orsök vandans eru?

Magni Grétarsson, hreyfiþjálfari hjá Primal útskýrir vöðvamynstur og hvernig við getum endurheimtum það. Hann ræðir mikilvægi réttrar líkamsbeitingar og hreyfingar og hvernig megi leysa algeng vandamál of mikillar kyrrsetu sem hrjáir mörg okkar í dag.

15:00
Að líða vel í eigin skinni

Að líða vel í eigin skinni

Lára G. Sigurðardóttir

Heilbrigð og frískleg húð er sjaldnast sjálfgefin, heldur nátengd lífsstíl því 80% af öldrun húðar er af völdum umhverfisáhrifa. Í fyrirlestrinum verður fjallað um mataræði og lífsvenjur sem við getum tileinkað okkur til að stuðla að geislandi og heilbrigðri húð. Stuðst er við vísindarannsóknir á starfsemi húðarinnar í tengslum við næringu og hina ýmsu lífshætti.

10:30
FASTA — kveikjum á á lækningarmætti líkamanns

FASTA — kveikjum á á lækningarmætti líkamanns

Guðbjörg Gissurardóttir

Guðbjörg er mikil áhugamanneskja um föstur, hefur prófað margvíslegar föstur á eigin skinni. Í þessum fyrirlestri mun hún útskýra á mannamáli hvað gerist í líkamanum þegar við föstum. Hvernig líkaminn fer úr því að brenna sykur yfir í það að brenna fitu. Hvernig við hægjum á öldrun með því að örva framleiðslu á vaxtarhormónum sem minnka með aldrinum. Hún skoðar mismunandi föstur og sérstaklega vatnsföstu sem er hennar uppáhalds fasta þessa daganna.

10:50
Tölum um túr!

Tölum um túr!

Sigga Dögg

Tölum tæpitungulaust um það að vera á blæðingum, áskoranir, umhverfissjónarmið og skemmtilegar sögur og minningar sem flestar túrverur deila. Gerum blæðingar mannlegar og einlægar og fallegar. Ekkert pukur lengur, nú skal blæðingum fagnað á heilbrigðan og umhverfisvænan hátt!

11:10
Galdrakraftur undirvitundarinnar virkjaður með dáleiðslu

Galdrakraftur undirvitundarinnar virkjaður með dáleiðslu

Ásdís Olsen

Vellíðan, velgengni og hugarfar alsnægta er í raun stillingaratriði og stjórnstöðin er innra með okkur sjálfum.

Í dáleiðslu höfum við aðgang að undirvitundinni, sjálfri stjórnstöðinni, þar sem við getum lagað kerfisvillur og sett inn ný forrit ef okkur sýnist svo.  „Þegar ég tengi innávið birtist mér Andi Alladin í lampanum með sinn ofurmátt og hann verður svo ósköp glaður og vill allt fyrir mig gera," segir Ásdís, en hún ætlar að kenna okkur að nýta dáleiðslu til að tengja við undirvitundina í fyrirlestrinum. Ásdís kynnir einnig fyrir okkur nýjar rannsóknir á áhrifamætti dáleiðslu og heilarannsóknir sem útskýra að einhverju leiti það sem gerist í dáleiðslu.  Ásdís leiðir síðan hópdáleiðslu þar sem gestir fá tækifæri til tengja við sinn ofurmátt og galdra.

11:50
Staðreyndir og sleggjudómar um pappír og prent

Staðreyndir og sleggjudómar um pappír og prent

Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir / Kristjana Guðbrandsdóttir

Sleggjudómar um pappír og prentun eru enn lífseigar á meðal almennings. Í þessum fyrirlestri verða gestir m.a. upplýstir um sannleikann hvernig prentun styður við sjálfbæra nytjaskóga á Norðurhveli jarðar og það hvernig framleiðsla, notkun pappírs og prentiðnaðar styður hringrásarhagkerfið. Kristjana Guðbrandsdóttir hjá Iðunni mun leiða gesti inn í allan sannleikann.

Prentmet Oddi er stærsta prentsmiðja landsins og hefur umhverfissjónarmið í hávegum.
Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir eigandi og stjórnarformaður Prentmet Odd, stærstu prentsmiðju landsins segir frá því hvað þýðir að vera Svansvottuð prentsmiðja. Hún fer m.a. yfir þær áskoranir sem því ferli fylgdi og sýn sinni og stefnu fyrirtækisins í umhverfismálum.

12:10
Heilsa er ekki bara heppni!

Heilsa er ekki bara heppni!

Lukka Pálsdóttir

Hvað þarft þú að gera í dag til að geta ennþá skokkað upp stigann 90 ára? Hvetjandi fyrirlestur um almenna heilsu og hreysti, næringu, hreyfingu og leiðir að langlífi og vellíðan.

Lukka er sjúkraþjálfari, einkaþjálfari, jógakennari og stofnandi Greenfit og heilsuveitingastaðarins Happ.

13:30
Að byggja umhverfisvænt hús

Að byggja umhverfisvænt hús

Þórey Edda Elísdóttir

Að byggja sér Svansvottað hús - Hvers vegna og hverjar eru helstu áskoranirnar?

Í fyrirlestrinum verður farið yfir hvað felst í því að byggja sér Svansvottað hús og að hvaða leyti þau hús eru öðruvísi en „venjuleg“ hús.  Þórey er sjálf að byggja sitt eigið hús sem á að verða Svansvottað og mun hún fara yfir reynslu sína af ferlinu.

13:50
Plastlausi kúrinn - fyrir heilsuna og framtíðina

Plastlausi kúrinn - fyrir heilsuna og framtíðina

Þóra Þórisdóttir

Þegar heilsan bilar, við komin á ákveðin aldur og tími kominn á aðgerðir þá förum við að huga að mikilvægi svefns, mataræðis og hreyfingar. Þóra Þórisdóttir myndlistamaður og frumkvöðull segir frá því hvernig heilsubrestur og meðfædd þrjóskuröskun fékk hana til að leggja upp í þá vegferð að setja á laggirnar plastlausa matvöruverslun.

Í fyrirlestrinum segir Þóra frá kostulegum uppákomum í ferlinu, sigrum og ósigrum ásamt reynslu sinni sem neytanda í plastlausa kerfinu. Hún segir frá meintum heilsuávinningi og frelsistilfinningu sem fylgir því að fá tækifæri til að sniðganga ríkjandi matvælakerfi og hvernig hún sér framtíðina fyrir sér.

14:20
Hlauptu hægar til að hlaupa hraðar

Hlauptu hægar til að hlaupa hraðar

Martha Ernstsdóttir

Martha mun deila reynslu sinni og tala um hvernig best er að byrja að hlaupa og halda sér hlaupandi fram á gamalsaldur. Hvaða leiðir best er að nota til að koma sér í gott hlaupaform, hvernig má hámarka árangurinn og margt fleira.

14:40
Ertu að kafna?

Ertu að kafna?

Eva Katrín Sigurðardóttir

Það skiptir máli hvernig við öndum. Með einföldum öndunaræfingum er hægt að hafa áhrif á sýrustig blóðsins, koma jafnvægi á örvandi og sefandi hluta taugakerfisins, virkja ónæmiskerfið, komast í djúpslökunarástand og auka rýmd og starfsemi lungnana. Lungnastarfsemi er einn af mikilvægustu þáttunum sem spá fyrir um heilbrigði og langlífi.

Eva Katrín lenti í örmögnun og þurfti að vinna sig upp frá botninum. Hún reyndi flest allt það sem hefðbundið þykir til að ná lækningu og það var ekki fyrr en hún kynntist öndunaræfingum Wim Hof að hún fór að ná bata.

15:00
Er hægt að mæla hamingjuna?

Er hægt að mæla hamingjuna?

Hrefna Guðmundsdóttir

Hvað er hamingja? Hvernig er hamingjan mæld? Hvað gleður fólk mest? Getum við hækkað hamingju stuðulinn okkar? Að síðustu ætlum við að hafa gaman saman!

Samstarfsaðilar