Ásdís Olsen

Núvitundarkennari og klínískur dáleiðari

Hugarfar alsnægta er í raun stillingaratriði og stjórnstöðin er innra með okkur sjálfum. Í dáleiðslu höfum við aðgang að undirvitundinni, sjálfri stjórnstöðinni, þar sem við getum lagað kerfisvillur og sett inn ný forrit ef okkur sýnist svo.

11:10

9. Október SUNNUDAGUR

Galdrakraftur undirvitundarinnar virkjaður með dáleiðslu

Vellíðan, velgengni og hugarfar alsnægta er í raun stillingaratriði og stjórnstöðin er innra með okkur sjálfum.

Í dáleiðslu höfum við aðgang að undirvitundinni, sjálfri stjórnstöðinni, þar sem við getum lagað kerfisvillur og sett inn ný forrit ef okkur sýnist svo.  „Þegar ég tengi innávið birtist mér Andi Alladin í lampanum með sinn ofurmátt og hann verður svo ósköp glaður og vill allt fyrir mig gera," segir Ásdís, en hún ætlar að kenna okkur að nýta dáleiðslu til að tengja við undirvitundina í fyrirlestrinum. Ásdís kynnir einnig fyrir okkur nýjar rannsóknir á áhrifamætti dáleiðslu og heilarannsóknir sem útskýra að einhverju leiti það sem gerist í dáleiðslu.  Ásdís leiðir síðan hópdáleiðslu þar sem gestir fá tækifæri til tengja við sinn ofurmátt og galdra.