
Birgitta Stefánsdóttir

Birgitta starfar sem sérfræðingur á sviði loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun. Þar sinnir hún meðal annars verkefnum tengdum úrgangsmálum, umhverfismerkjum og hringrásarhagkerfinu. Birgitta er með mastersgráðu í umhverfisstjórnun.
11:50
1.NÓVEMBER SUNNUDAGUR
Hæg tíska - saman gegn sóun
Við þurfum að horfast í augu við neikvæð áhrif fatainnkaupa okkar á umhverfi og samfélög víðs vegar um heiminn. Birgitta útskýrir þær áskoranir sem fata- og textíliðnaðurinn stendur frammi fyrir enda er hann einn af mest mengandi iðnaði í heiminum. En það eru líka tækifæri til breytinga.