Birna G. Ásbjörnsdóttir

Heilbrigðisvísindi

Birna er með meistaragráðu í næringarlæknisfræði frá Surrey-háskóla og hefur lagt stund á gagnreynd heilbrigðisvísindi við Oxford-háskóla í Englandi. Birna er að ljúka doktorsnámi í heilbrigðisvísindum frá læknadeild og matvæla- og næringarfræðideild HÍ á þessu ári og starfar sem gestarannsakandi við MIBRC rannsóknarsetrið við Harvard Medical School í Boston, USA. Rannsóknir Birnu hérlendis snúa að meltingarveginum og geðheilsu barna og unglinga, áhrifum gerjaðra matvæla á meltingarflóru og heilsufar einstaklinga á aldrinum 50-70 ára og áhrif broddmjólkur á meltingarveg, hegðun, heila- og taugakerfi.

13:50

8. Október LAUGARDAGUR

Fyrir náttúruna innra með þér

Birna F. Ásbjörnsdóttir fjallar um meltingarveginn og mikilvægi hans varðandi andlega og líkamlega heilsu. Einnig fjallar hún um næringu og mikilvægi hennar til að byggja upp og viðhalda heilbrigðari meltingarflóru, hvað við getum gert með hjálp frá náttúrunni og hvað náttúran getur gert fyrir okkur í þessu samhengi.