Björgvin Páll Gústavsson

Björgvin þekkja flestir sem landsliðsmarkvörð Íslendinga í handbolta en hann er nú fluttur heim og farinn að láta til sín taka á fleiri stöðum en inni á vellinum. Hann er um þessar mundir með fræðslu- og forvarnarverkefnið Vopnabúrið í grunnskólum landsins. Björgvin er einnig menntaður bakari, einkaþjálfari, íþróttaþjálfari, hefur lokið BS. í viðskiptafræði, verðandi NLP markþjálfi og öndunarþjálfari en hann hefur öðlast öndunargráður frá bæði Buteyko Clinic Method (CertBBM) og Oxygen Advantage (Instructor). Sjálfur segir hann sinn helsta tilgang vera að vera fyrirmynd og hjálpa öðrum að líða betur.