Ebba Guðný Guðmundsdóttir

Kennari, heilsufyrirlesari, bókaútgefandi, leik- og sjónvarpskona. Árið 2007 gaf Ebba út bókina Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? sem hefur verið endurútgefin þrisvar sinnum og einnig er hægt að fá hana á ensku á Amazon (http://goo.gl/d8VQ8). Þar að auki gaf hún út bækurnar Eldað með Ebbu 1 og 2 eftir samnefndum sjónvarpsþáttum sem sýndir voru á RÚV og eru enn fáanlegar í bókabúðum. Þá gaf hún út, í samstarfi við Latabæ og Sögur útgáfu, bókina Eldað með Ebbu í Latabæ, sem seldist strax upp og hefur ekki verið endurútgefin.