Erla Björnsdóttir

Sálfræðingur

Erla Björnsdóttir er klínískur sálfræðingur með doktorspróf í líf- og læknavísindum. Erla hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi og vinnur að rannsóknum á því sviði ásamt samstarfsmönnum í Evrópu og Bandaríkjunum. Hún hefur birt fjölda greina í erlendum tímaritum og einnig skrifað um svefn á innlendum vettvangi. Erla hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða og má þar helst nefna fyrirlestra og fræðslu um svefn og svefnvenjur fyrir fyrirtæki og hópa ásamt því að vera með hópnámskeið við svefnleysi. Erla starfar sem framkvæmdastjóri Betri svefns sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í rannsóknum og meðferð á svefni og svefnvandamálum.

13:20

1.NÓVEMBER SUNNUDAGUR

Betri svefn - Grunnstoð heilsu

Þegar við erum orðin 75 ára þá höfum við sofið í heil 25 ár! Það er því ekki furða að góður nætursvefn er talinn grunnur að góðri heilsu. Það er aldrei of seint að bæta svefninn. Í þessum fyrirlestri mun Dr. Erla Björnsdóttir fara yfir það sem svefn gerir fyrir andlega og líkamlega heilsu okkar, fjalla um algengustu svefnvandamál fólks og gefa góð ráð sem auka líkurnar á því að við vöknum úthvíld og endurnærð eftir nóttina.