Eva Katrín Sigurðardóttir

Læknir og viðurkenndur Wim Hof Method leiðbeinandi

Eva Katrín starfar sem læknir og viðurkenndur Wim Hof Method leiðbeinandi. Hún heldur námskeið þar sem fólki er kennt að nýta kulda, öndunartækni og öndunaræfingar til þess að draga úr streitu og virkja lækningamátt líkamans.

14:40

9. Október SUNNUDAGUR

Ertu að kafna?

Það skiptir máli hvernig við öndum. Með einföldum öndunaræfingum er hægt að hafa áhrif á sýrustig blóðsins, koma jafnvægi á örvandi og sefandi hluta taugakerfisins, virkja ónæmiskerfið, komast í djúpslökunarástand og auka rýmd og starfsemi lungnana. Lungnastarfsemi er einn af mikilvægustu þáttunum sem spá fyrir um heilbrigði og langlífi.

Eva Katrín lenti í örmögnun og þurfti að vinna sig upp frá botninum. Hún reyndi flest allt það sem hefðbundið þykir til að ná lækningu og það var ekki fyrr en hún kynntist öndunaræfingum Wim Hof að hún fór að ná bata.