Guðbjörg Gissurardóttir

Eigandi Í boði náttúrunnar

Guðbjörg er stofnandi og eigandi útgáfunnar Í boði náttúrunnar, ritstýra og listrænn stjórnandi. Hún lauk grafískri hönnun frá Myndlista- og handíðarskólanum og er með mastersgráðu í samskiptahönnun frá Pratt Institute í New York. Eftir að hafa unnið sjálfstætt sem hönnuður, kennari og framkvæmdastjóri Hönnunarvettvangs (forvera Hönnunarmiðstöðvar Íslands) þá byrjaði hún ásamt eiginmanni sínum Jóni Árnasyni með útvarpsþátt á RÚV sem fékk nafnið Í boði náttúrunnar, en þátturinn fjallaði um ræktun og sjálfbærni. Í framhaldinu, eða árið 2010, gaf Guðbjörg út sitt fyrsta tímarit með sama nafni. Í boði náttúrunnar er græn og “hæg” útgáfa sem hefur vaxið lífrænt sl. 10 ár. Í dag gefur Guðbjörg einnig út ferðavísirinn HandPicked Iceland, matarblaðið Fæða | Food sem kemur út einu sinni á ári og er dreift um allan heim, ásamt smærri prentgripum. Árið 2013 fékk Guðbjörg tilnefningu til Fjölmiðla-verðlauna Umhverfis- og auðlindarráðuneytinu.

Nýjasta verkefnið hennar er sýning í Laugardalshöll, Lifum betur - grænn og heilbrigður lífstíll, sem hefur verið færður til 2021 en fyrirlestraveislan Lifum betur fer fram í fyrsta skipti í ár og er einungis á netinu.

10:30

31.OKTÓBER LAUGARDAGUR

Engin vandamál - bara lausnir

Guðbjörg er eigandi og ritstýra tímaritsins Lifum betur - Í boði náttúrunnar og gestgjafi og kynnir fyrirlestraveislunnar.  Í ár fagnar útgáfan tíu ára afmæli og fer Guðbjörg í gegnum þetta skemmtilega ferðalag og þær áskoranir sem hún hefur staðið frammi fyrir á leiðinni og hvernig hugarfarið hefur hjálpað henni á þessu ferðalagi.

10:30

1.NÓVEMBER SUNNUDAGUR

Lifum betur - eitt blað í einu

Sögur sem skipta máli og gefa lesandanum innblástur er það sem tímaritið Lifum betur stendur fyrir. Guðbjörg dregur fram nokkrar skemmtilegar sögur af viðmælendum og lærdómi sem hún hefur tileinkað sér í lífinu.

14:50

1.NÓVEMBER SUNNUDAGUR

Takk fyrir