Guðbjörg Gissurardóttir

Eigandi Í boði náttúrunnar

Guðbjörg er stofnandi og eigandi útgáfunnar Í boði náttúrunnar, ritstýra og listrænn stjórnandi.

Árið 2009 byrjaði hún ásamt eiginmanni sínum Jóni Árnasyni með útvarpsþátt á RÚV sem fékk nafnið Í boði náttúrunnar, en þátturinn fjallaði um ræktun og sjálfbærni. Í framhaldinu, eða árið 2010, gaf Guðbjörg út sitt fyrsta tímarit með sama nafni. Í boði náttúrunnar er græn og “hæg” útgáfa sem hefur vaxið lífrænt sl. 12 ár. Í dag gefur Guðbjörg einnig út ferðavísirinn HandPicked Iceland, matarblaðið Fæða | Food sem kemur út einu sinni á ári og er dreift um allan heim. Árið 2013 fékk Guðbjörg tilnefningu til Fjölmiðla-verðlauna Umhverfis- og auðlindarráðuneytinu.

Nýjasta verkefnið hennar er heilsu- og umhverfisveislan, Lifum betur í Hörpu.

10:30

8. Október LAUGARDAGUR

Grænkum okkur saman!

Ertu byrjandi, áhugamanneskja, lengra komin eða atvinnumanneskja?

Guðbjörg mun gefa fólki leið til að gera grænu skrefin að skemmtilegri áskorun þar sem við skoðum hvar við erum stödd í dag með einföldum tékklista sem gefur hugmyndir og leiðir að næstu grænu skrefum.

10:30

9. Október SUNNUDAGUR

FASTA — kveikjum á á lækningarmætti líkamanns

Guðbjörg er mikil áhugamanneskja um föstur, hefur prófað margvíslegar föstur á eigin skinni. Í þessum fyrirlestri mun hún útskýra á mannamáli hvað gerist í líkamanum þegar við föstum. Hvernig líkaminn fer úr því að brenna sykur yfir í það að brenna fitu. Hvernig við hægjum á öldrun með því að örva framleiðslu á vaxtarhormónum sem minnka með aldrinum. Hún skoðar mismunandi föstur og sérstaklega vatnsföstu sem er hennar uppáhalds fasta þessa daganna.