Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir

Vöruhönnuður

Guðfinna Mjöll er menntuð bæði sem vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands og frá Landbúnaðarháskóla Íslands í umhverfisskipulagi. Hún hefur komið víða við sem hönnuður og einbeitt sér að því að sýna fram á tækifærin í staðbundnum hráefnum og framleiðslu. Fyrirtækið Vík Prjónsdóttir er gott dæmi um það. Síðustu ár hefur hún beint sjónum sínum að hönnun í almenningsrýmum og umhverfisskipulagi. Í dag starfar hún meðal annars hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur sem umhverfishönnuður og viðburðastjóri. Útskriftaverkefni hennar frá Landbúnaðarháskólanum var um heilandi garða og mun hún fjalla um viðfangsefnið í fyrirlestrinum.