Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir

Vöruhönnuður

Guðfinna Mjöll er menntuð bæði sem vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands og frá Landbúnaðarháskóla Íslands í umhverfisskipulagi. Hún hefur komið víða við sem hönnuður og einbeitt sér að því að sýna fram á tækifærin í staðbundnum hráefnum og framleiðslu. Fyrirtækið Vík Prjónsdóttir er gott dæmi um það. Síðustu ár hefur hún beint sjónum sínum að hönnun í almenningsrýmum og umhverfisskipulagi. Í dag starfar hún meðal annars hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur sem umhverfishönnuður og viðburðastjóri. Útskriftaverkefni hennar frá Landbúnaðarháskólanum var um heilandi garða og mun hún fjalla um viðfangsefnið í fyrirlestrinum.

 

13:00

1.NÓVEMBER SUNNUDAGUR

Áhrifamáttur heilandi garða

Margar erlendar heilbrigðisstofnanir eru farnar að koma upp heilandi görðum. Guðfinna fer yfir Rannsóknir sem sýna hvernig garðarnir stiðja við andlegan og líkamlegan bata sjúklinganna ásamt því að veita starfsfólki og aðstandendum dýrmætt athvarf til að öðlast andlega endurheimt. En hvernig getum við nýtt þau grænu svæði sem við eigum í kringum okkur?