Guðrún Bergmann

Guðrún hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Árið 1990 byrjaði hún að halda sjálfsræktarnámskeið fyrir konur, sem var þá nánast óþekkt hér á landi. Í kjölfarið fylgdu önnur námskeið, m.a. fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis, gyðjuhelgar, samskiptanámskeið fyrir pör sem og ótal námskeið um mataræði og bætiefni sem leiðir til þess að hjálpa líkamanum að heila sig. Síðustu árin hefur hún leiðbeint fólki í gegnum hreinsikúrinn Hreint mataræði, sem rétt um 2000 manns hafa sótt.

Guðrún hefur skrifað 19 bækur, flestar um náttúrulegar leiðir til betri heilsu, ótal pistla og greinar og haldið fyrirlestra og námskeið bæði hér heima og erlendis, m.a. í Bandaríkjunum, Bretlandi, Tékklandi, Noregi og Luxembourg. Greinar hennar hafa birst í erlendum tímaritum og nokkrar af bókum hennar hafa verið gefnar út erlendis.

13:20

31.OKTÓBER LAUGARDAGUR

Þarmarnir og orka líkamans

Guðrún hefur kallað þarmana „umferðarmiðstöð líkamans“, vegna þess að í þörmunum fer öll úrvinnsla á fæðunni sem við neytum fram. Þaðan er næringarefnunum síðan dreift til annarra hluta líkamans. Aðstæður í þörmunum og ástand þeirra ræður því miklu um upptöku okkar á þeim næringarefnum sem við tökum inn í líkamann. Meltingarvandamál eru mjög algeng og því er mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvað þarf að gera til þess að viðhalda góðri heilsu þarmanna.