Hildur Harðardóttir

Hildur starfar sem sérfræðingur á sviði loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun. Hildur er umhverfisfræðingur með mastersgráðu í Social-ecological resilience for sustainable development frá Stockholm Resilience Centre.

11:10

31.OKTÓBER LAUGARDAGUR

Hamingjusamt barn í heilbrigðu umhverfi

Veist þú hvar eldtefjandi efni, paraben, þalöt og rotvarnarefni leynast í umhverfi okkar? Hvaða áhrif þau geta haft á heilsu og þroska barna? Börn eru viðkvæmur hópur þar sem ónæmiskerfið þeirra er að þroskast og þau eru í mikilli snertingu við nærumhverfi sitt. Hildur gefur góð ráð til þess að forðast óæskileg efni í ungbarnavörum, leikföngum og almennt í umhverfi okkar.