Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir / Kristjana Guðbrandsdóttir

Prentmet Oddi

Prentmet Oddi er stærsta prentsmiðja landsins og hefur umhverfissjónarmið í hávegum.

Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir eigandi og stjórnarformaður Prentmet Odda ehf.

Kristjana Guðbrandsdóttir, leiðtogi prent og miðlunargreina hjá Iðunni fræðslusetri.

11:10

9. Október SUNNUDAGUR

Staðreyndir og sleggjudómar um pappír og prent

Sleggjudómar um pappír og prentun eru enn lífseigar á meðal almennings. Í þessum fyrirlestri verða gestir m.a. upplýstir um sannleikann hvernig prentun styður við sjálfbæra nytjaskóga á Norðurhveli jarðar og það hvernig framleiðsla, notkun pappírs og prentiðnaðar styður hringrásarhagkerfið. Kristjana Guðbrandsdóttir hjá Iðunni mun leiða gesti inn í allan sannleikann.

Prentmet Oddi er stærsta prentsmiðja landsins og hefur umhverfissjónarmið í hávegum.
Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir eigandi og stjórnarformaður Prentmet Odd, stærstu prentsmiðju landsins segir frá því hvað þýðir að vera Svansvottuð prentsmiðja. Hún fer m.a. yfir þær áskoranir sem því ferli fylgdi og sýn sinni og stefnu fyrirtækisins í umhverfismálum.