Kamini Desai PhD

PhD

Kamini Desai PhD frá Amrit Yoga Institute er höfundur bókanna Yoga Nidra: The Art of Transformational Sleep og Life Lessons Love Lessons. Síðastliðin 30 ár hefur hún kennt um allan heim og er þekkt fyrir einstaka nálgun sem sameinar austræn fræði og vestræna sálfræði og vísindi. Árið 2013 var henni veittur titillinn “Yogeshwari” sem viðurkenningu fyrir framúrskarandi hæfni og einstaka nálgun á þessu sviði. Á meðal viðskiptavina Kamini eru:  Kellogg’s, KEDS, Sony, KPN Telecom, Bahamas Princess Resorts, súkkulaðiframleiðandinn Mars ásamt varnarmálaráðuneyti og ríkisskattstofu Hollands.

13:40

1.NÓVEMBER SUNNUDAGUR

Yoga Nidra: Djúpslökun fyrir annasamt líf

Það er talið að 45 mínútur af Yoga Nidra hugleiðslu sé á við þriggja klukkutíma svefn. Yoga Nidra er leidd djúpslökun sem minnkar streitu, hámarkar endurheimt líkamans í svefni og örvar heilandi mátt líkamans. Talið er að Yoga Nidra geti hjálpað þeim sem glíma við streitu, kvíða, þunglyndi, slitróttan svefn, breytingaskeiðs einkenni og kulnun. Kamini sem er ein af okkar reyndari Yoga Nidra kennurum, mun kynna þessa einstöku hugleiðslutækni ásamt því að gera stutta æfingu með áhorfendum.

Þessi fyrirlestur er á ensku.