Kjartan Hrafn Loftsson

Læknir

Kjartan útskrifaðist úr læknadeild HÍ árið 2007. Hann hefur unnið sem heilsugæslulæknir í tæp 10 ár, trúnaðarlæknir fyrir fyrirtæki og stofnanir í 2 ár, læknir á hjúkrunarheimilum Hrafnistu í 2 ár og rannsóknarlæknir hjá Íslenskri erfðagreiningu í 1 ár. Hann hefur nýhafið störf sem rannsóknarlæknir hjá SidekickHealth. Helstu áhugasvið hans innan læknisfræðinnar undanfarin 6 ár hafa verið að skoða áhrif lífsstíls/mataræðis á langvinna sjúkdóma, hlutverk ketóna og næringarketósu, föstur, langlífi og fleira. Mikilvægi forvarna og fræðsla fyrir börn og foreldra er honum sérstaklega hugleikin. Eiginkona Kjartans er einnig læknir og saman eiga þau 6 börn og hafa þau bæði brennandi áhuga á mataræði og heilsu. Með það að markmiði að miðla góðum upplýsingum um mat og heilsu til annarra foreldra settu þau upp fésbókarsíðuna og vefinn Með mat.