Kolbrún Björnsdóttir

Grasalæknir

Kolbrún er eigandi Jurtaapóteksins sem hún stofnaði árið 2004 en hún hefur starfað við grasalækningar í 27 ár eða frá því að hún útskrifaðist frá School of Herbal Medicine í Bretlandi árið 1993. Kolbrún lærði einnig náttúrulækningar og lithimnulestur af Faridu Sharan og síðastliðin 5 ár hefur Kolbrún lært Ayurvedafræðin af Dr. Shubanghee. Árið 2011 kom út metsölubók eftir hana, Betri næring - betra líf, þar sem hún fjallar um mikilvægi meltingarinnar sem undirstöðu að heilbrigði okkar. Kolbrún hefur í gegnum árin haldið mörg námskeið og fyrirlestra um hin ýmsu málefni tengd heilsu.

Útivist er eitt af aðal áhugamálum Kolbrúnar. Fjallgöngur langar og stuttar, allskyns skíði, sjósund og bara vera í náttúrunni.