Kolbrún Björnsdóttir

Grasalæknir

Kolbrún er eigandi Jurtaapóteksins sem hún stofnaði árið 2004 en hún hefur starfað við grasalækningar í 27 ár eða frá því að hún útskrifaðist frá School of Herbal Medicine í Bretlandi árið 1993. Kolbrún lærði einnig náttúrulækningar og lithimnulestur af Faridu Sharan og síðastliðin 5 ár hefur Kolbrún lært Ayurvedafræðin af Dr. Shubanghee. Árið 2011 kom út metsölubók eftir hana, Betri næring - betra líf, þar sem hún fjallar um mikilvægi meltingarinnar sem undirstöðu að heilbrigði okkar. Kolbrún hefur í gegnum árin haldið mörg námskeið og fyrirlestra um hin ýmsu málefni tengd heilsu.

Útivist er eitt af aðal áhugamálum Kolbrúnar. Fjallgöngur langar og stuttar, allskyns skíði, sjósund og bara vera í náttúrunni.

14:10

31.OKTÓBER LAUGARDAGUR

Frumöfl manns og náttúru

Jörð, vatn, eldur og loft eru frumöflin sem náttúran og maðurinn eru byggð á. En hvernig spila þessi frumöfl saman? Hvernig er hægt að halda þeim í jafnvægi. Og Hvernig hefur náttúran áhrif á frumöflin í okkur? Kolbrún mun skoða áhrif frumaflanna á andlega og líkamlega heilsu og hvað við þurfum að gera til að viðhalda fullkomnu jafnvægi.