Kristín Sigurðardóttir

Slysa- og bráðalæknir

Kristín er slysa- og bráðalæknir en hefur alla tíð sinnt heilsueflingu og forvörnum frá því í læknanámi. Hún er flökkusál, og sem læknir hefur hún starfað víða, bæði á Íslandi og erlendis. Kristín er aðjúnkt við Læknadeild HÍ ásamt því að vinna í ÞR, í heilsurannsókn ÍE. Hún nýtur þess að vera úti í náttúrunni og hefur verið fararstjóri í heilsu-og menningartengdum ferðum. Hún heldur reglulega fyrirlestra og námskeið meðal annars um streitu og seiglu og eru streituráðin hennar, sem hún kallar H-in til heilla, henni sérstaklega hugleikin. Hún rekur fyrirtækið Á heildina litið og er í samstarfi við Gyðu Dröfn Tryggvadóttur hjá Heilum Heimi. Saman standa þær reglulega fyrir málþingum og námskeiðum þar sem áhersla er lögð á heildræna nálgun á líðan og heilsu.

11:10

8. Október LAUGARDAGUR

Áhrif álags á tengsl, skynjun og samskipti

Tengsl eru grunnur okkar tilveru. Nýr skilningur opnar nýjar leiðir til að bæta samskipti og líðan. 

Kristín Sigurðardóttir, læknir fjallar um álag, áföll og áhrif á einstaklinga. Hvernig slíkt hefur lífeðlisfræðileg áhrif á hegðun, skynjun og samskipti.