Kristín Sigurðardóttir

Slysa- og bráðalæknir

Kristín er slysa- og bráðalæknir en hefur alla tíð sinnt heilsueflingu og forvörnum frá því í læknanámi. Hún er flökkusál, og sem læknir hefur hún starfað víða, bæði á Íslandi og erlendis. Kristín er aðjúnkt við Læknadeild HÍ ásamt því að vinna í ÞR, í heilsurannsókn ÍE. Hún nýtur þess að vera úti í náttúrunni og hefur verið fararstjóri í heilsu-og menningartengdum ferðum. Hún heldur reglulega fyrirlestra og námskeið meðal annars um streitu og seiglu og eru streituráðin hennar, sem hún kallar H-in til heilla, henni sérstaklega hugleikin. Hún rekur fyrirtækið Á heildina litið og er í samstarfi við Gyðu Dröfn Tryggvadóttur hjá Heilum Heimi. Saman standa þær reglulega fyrir málþingum og námskeiðum þar sem áhersla er lögð á heildræna nálgun á líðan og heilsu.

10.50

1.NÓVEMBER SUNNUDAGUR

Að skilja streituna

Ef þú hélst að þú vissir allt um streitu þá mun þessi fyrirlestur sanna hið gagnstæða!  Markmið Kristínar er að dýpka skilning fólks á því hvernig streita virkar á líkama okkar og huga. Hún skoðar áhrif streitu á vöðva, blóð, hormóna, frjósemi, meltingu, bólgur o.fl. Hún hjálpar okkur að skilja og skynja hvenær við erum í streituástandi og þekkja viðvörunarmerki líkamans.