Lára G. Sigurðardóttir

Læknir

Lára G. Sigurðardóttir er læknir með grunnmenntun í skurðlækningum og doktorsgráðu í lýðheilsuvísindum. Í gegnum tíðina hefur hún komið að fjölda forvarnarverkefna og haldið fyrirlestra um tengsl lífshátta og heilsu. Árið 2017 stofnaði hún húðmeðferðarstofuna HÚÐIN skin clinic ásamt Sigríði Örnu Sigurðardóttur, hjúkrunarfræðingi, og hefur skrifað fjölda pistla um tengsl lífsstíls og húðar. Síðustu ár hefur hún stundað nám í lífsstílslæknisfræði þar sem áhersla er lögð á að skilja rót sjúkdóma og kvilla. Hún skrifaði Húðbókina ásamt Sólveigu Eiríksdóttur og í samstarfi við Forlagið, en bókin kemur í búðir fyrir jólin.

 

HÚÐIN skin clinic býður upp á húðmeðferðir sem hafa sýnt fram á góðan árangur í vísindarannsóknum. Mikið er lagt upp úr faglegri og persónulegri þjónustu, notalegu andrúmslofti og að koma til móts við þarfir viðskiptavina - svo þeim líði sem best í eigin skinni.

15:00

8. Október LAUGARDAGUR

Að líða vel í eigin skinni

Heilbrigð og frískleg húð er sjaldnast sjálfgefin, heldur nátengd lífsstíl því 80% af öldrun húðar er af völdum umhverfisáhrifa. Í fyrirlestrinum verður fjallað um mataræði og lífsvenjur sem við getum tileinkað okkur til að stuðla að geislandi og heilbrigðri húð. Stuðst er við vísindarannsóknir á starfsemi húðarinnar í tengslum við næringu og hina ýmsu lífshætti.