Linda Pétursdóttir

Linda stofnaði og rak Baðhúsið, heilsulind fyrir konur til margra ára. Hún er menntuð sem heilsuráðgjafi og lífsþjálfi með áherslu á þyngdartap. Í dag býður hún upp á námskeið á netinu þar sem hún kennir nýja og byltingarkennda aðferðafræði til þess að koma konum út úr vítahring megrunarkúra og losna við aukakílóin. Ástríða hennar er að auka lífsgæði kvenna og efla sjálfsmynd þeirra. Auk ofangreinds er hún með gráður í heimspeki, hagfræði, stjórnmálafræði og grafískri hönnun.