
Margrét Grímsdóttir
BSc, MSW

Margrét er hjúkrunarfræðingur, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur og starfar á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Hún hefur margra ára reynslu af því að veita einstaklingum meðferð við langvinnri streitu og kulnun, og hefur stýrt fjölda af streitunámskeiðum á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.
14:10
1.NÓVEMBER SUNNUDAGUR
Fíflunum fjölgaði í kringum mig
Fólk með langvinna streitu og kulnun er ört vaxandi hópur á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Í þessum fyrirlestri fer Margrét yfir helstu einkenni streitu og hjálpar okkur að þekkja hættumerkin svo hægt sé að grípa inn í og fyrirbyggja veikindi. Sjálf hefur Margrét reynslu af kulnun og ræðir hún einnig áhrifaríkar leiðir til þess að takast á við streitu bæði í lífi og starfi.