Margrét Hrund Arnarsdóttir / Gyða Dan Johansen

Hreppamjólk

Margrét Hrund er viðskiptafræðingur að mennt, fædd og uppalin í Gunnbjarnarholti. Bs ritgerð hennar er upphafið af stofnun Hreppamjólk.

Gyða Dan er viðskiptafræðingur, jógakennari og heldur á skipper mate prófi,  ásamt því að vera almennt umhugað um heilsu og umhverfismál.

14:20

8. Október LAUGARDAGUR

Stílabók Arnars – Gnúpverjahreppur 1979

Ævintýrið byrjaði í stílabók árið 1979. Þegar undur drengur lét sig dreyma um framtíðina.

Í fyrirlestrinum verður farið yfir sögu og uppruna Fjölskyldubúsins í Gunnbjarnarholti, sem framleiðir Hreppamjólk. Vörurnar frá Hreppamjólk eru upprunamerktar og rekjanlegar beint til Fjölskyldubúsins. Einstök saga þar sem framsýni og umhverfismál hafa verið stór þáttur í þróun búsins.