Sævar Helgi Bragason

Sævar Helgi er vísindamiðlari, stjörnufræðikennari, rithöfundur og dagskrárgerðarmaður hjá RÚV og stýrir þar meðal annars Nýjasta tækni og vísindi. Hann var einnig umsjónarmaður þáttanna Hvað höfum við gert? sem fjallaði um loftslagsmál og vinnur nú að framhaldsþáttaröðinni Hvað getum við gert? Hann hefur skrifað fjórar bækur um stjarnvísindi og haldið fjölda fyrirlestra um umhverfismál og geimvísindi.