Sigga Dögg

Kynfræðingur

Sigga Dögg kynfræðingur er með BA próf í sálfræði frá Háskóla Íslands og MA gráðu í kynfræði (sexology) frá Curtin háskóla í Vestur Ástralíu. Hún hefur sinnt kynfræðslu í grunnskólum um land allt frá árinu 2010 auk þess að hafa gefið út fimm bækur og starfað við kynfræðslu í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum.

14:10

9. Október SUNNUDAGUR

Tölum um túr!

Tölum tæpitungulaust um það að vera á blæðingum, áskoranir, umhverfissjónarmið og skemmtilegar sögur og minningar sem flestar túrverur deila. Gerum blæðingar mannlegar og einlægar og fallegar. Ekkert pukur lengur, nú skal blæðingum fagnað á heilbrigðan og umhverfisvænan hátt!