Sigurður Loftur Thorlacius

Umhverfisverkfræðingur

Sigurður Loftur Thorlacius hefur verið tilnefndur til verðlaunanna Framúrskarandi ungir Íslendingar. Verðlaunin eru veitt árlega af JCI á Íslandi og eru hvatningarverðlaun til ungs fólks sem lætur til sín taka í krefjandi og athyglisverðum verkefnum.

10:50

8. Október LAUGARDAGUR

Með gaffal og disk að vopni!

Meðal íslendingur losar um tólf tonn á ári en til að ná mark­miðum Parísar­sam­komu­lagsins þá þyrftum við að vera í fjórum tonnum. Sigurður Loftur fjallar um kolefnisspor matar og neysluvenjur íslendinga. Hvaða áhrif matarvenjur okkar hafa á kolefnislosun og mikilvægi þess að vera ábyrgur neytandi?

Mikilvægt er að við skoðum neyslu okkar, reiknum út kolefnissporið, til að sjá hvar við þurfum að taka okkur á og hverju við getum breytt til að minnka kolefnissporið í dag.

Kolefnisreiknir.is, er samstarfsverkefni Eflu og Orkuveitunar þar sem hægt er að skoða og mæla kolefnisspor einstaklinga. Matarspor.is er matarreiknivél sem sýnir kolefnisspor máltíða. sem reiknar út og ber saman kolefnisspor mismunandi máltíða og rétta.