Sölvi Tryggvason

Sölva þekkjum við flest sem fjölmiðlamann en hann gaf nýlega út bókina Á eigin skinni – betri heilsa og innihaldsríkara líf, þar sem hann fjallar um vegferð sína um allt sem snýr að heilsu. Bókin er byggð á margra ára vinnu, þar sem hann neyddist til að gerast sérfræðingur um eigin heilsu eftir að hafa hrunið gjörsamlega sjálfur. Stærstur hluti af bókinni er praktísk umfjöllun um alla þætti heilsu og byggir í megindráttum á 40 bestu bókunum sem hann hefur lesið um þessa hluti og svo öllum þeim tilraunum sem hann hefur gert á sjálfum sér.Hann hefur haldið tugi fyrirlestra um þetta málefni.