Þóra Þórisdóttir

Eigandi og stofnandi Urta Islandica og Nándin, plastlausa búðin

Þegar heilsan bilar, við komin á ákveðin aldur og tími kominn á aðgerðir þá förum við að huga að mikilvægi svefns, mataræðis og hreyfingar. Þóra Þórisdóttir myndlistamaður og frumkvöðull segir frá því hvernig heilsubrestur og meðfædd þrjóskuröskun fékk hana til að leggja upp í þá vegferð að setja á laggirnar plastlausa matvöruverslun.

Í fyrirlestrinum segir Þóra frá kostulegum uppákomum í ferlinu, sigrum og ósigrum ásamt reynslu sinni sem neytanda í plastlausa kerfinu. Hún segir frá meintum heilsuávinningi og frelsistilfinningu sem fylgir því að fá tækifæri til að sniðganga ríkjandi matvælakerfi og hvernig hún sér framtíðina fyrir sér.

10:50

9. Október SUNNUDAGUR

Plastlausi kúrinn - fyrir heilsuna og framtíðina

Þegar heilsan bilar, við komin á ákveðin aldur og tími kominn á aðgerðir þá förum við að huga að mikilvægi svefns, mataræðis og hreyfingar. Þóra Þórisdóttir myndlistamaður og frumkvöðull segir frá því hvernig heilsubrestur og meðfædd þrjóskuröskun fékk hana til að leggja upp í þá vegferð að setja á laggirnar plastlausa matvöruverslun.

Í fyrirlestrinum segir Þóra frá kostulegum uppákomum í ferlinu, sigrum og ósigrum ásamt reynslu sinni sem neytanda í plastlausa kerfinu. Hún segir frá meintum heilsuávinningi og frelsistilfinningu sem fylgir því að fá tækifæri til að sniðganga ríkjandi matvælakerfi og hvernig hún sér framtíðina fyrir sér.