B2B viðburður
Full Screen

FRESTAÐ UM ÓÁKVEÐIN TÍMA – Málum bæinn grænan!

12.500 kr.

Málum bæinn grænan! – Stefnumót fyrirtækja á grænu brautinni hefur verið frestað um óákveðin tíma.

Það er einstakt tækifæri að fá að læra af samferðafólki okkar sem hefur sjálfbærni, umhverfismál og heilbrigði að leiðarljósi.

Tilgangurinn er að fá nýjar hugmyndir og fersk sjónarhorn. Skiptast á skoðunum sem varðar áskoranir okkar, reynslu og markmið. Við ætlum að gefa af okkur og fá góð ráð og mögulega svör við spurningum sem brenna á okkur. Við ætlum að hitta fólk sem við höfum fylgst með úr fjarlægð og skapa tengslanet til frambúðar.

Við fáum reynslubolta til að miðla dýrmætum fróðleik (sjá DAGSKRÁ), tökum stefnumót við fyrirtæki sem bjóða grænar lausnir, tökum spjall við fólk sem er að glíma við sömu áskoranir og fögnum svo saman opnun nýrrar vefsíðu – Grænatorgið.is sem útgáfan Í boði náttúrunnar er í forsvari fyrir.

Ekkert streymi, bara stuð á staðnum

Fjárfestu í þér og grænni framtíð!

—–DAGSKRÁ—–

8.30 Húsið opnar (fyrirlestrasalur hjá ON, Bæjarhálsi 1)

9.00
SAMAN GETUM VIÐ MEIRA
Guðbjörg Gissurardóttir eigandi útgáfunnar Lifum betur – Í boði náttúrunnar og Elsa Giljan Kristjánsdóttir sýningarstjóri Lifum betur sýningarinnar í Hörpu í febrúar 2022, skoða hvernig nýr vefur, graenatorgid.is, og viðburðir nýtast sem dýrmætt markaðstól og hreyfiafl í átt að grænni framtíð.

9.40
PLASTLAUSAR ÁSKORANIR
Þóra Þórisdóttir, stofnandi og meðeigandi í Nándinni – plastlausu matarbúðinni og Urta Islandica ræðir lausnir, hindranir og áhugaverð efni sem hún hefur fundið á ferðalaginu.

10.00
40% SÖLUAUKNING MEÐ EINFALDRI HAGRÆÐINGU
Sigrún G. Markúsdóttir markaðsstjóri Góða hirðisins fer yfir hvað var gert til að ná þessum frábæra árangri.

10.25 STEFNUMÓT við samferðamenn og fyrirtæki + snarl

11.15
HEILBRIGT (vinnu)UMHVERFI SKIPTIR ÖLLU!
Guðfinna … heilbrigðisverkfræðingur, „biohacker“ og eigandi vefsíðunnar heilsubarinn.is, fer yfir mikilvægi réttrar líkamsstöðu við vinnu, að við lærum að hlusta á líkamann, öndum rétt o.fl. o.fl.

11.50
ÞAR SEM MALBIKIÐ ENDAR
Ásmundur Þórðarson vörumerkjamógull og markaðsstjóri Fjallakofans fer yfir góðan árangur nokkurra vörumerkja með græna hugsjón og skýra sýn.

12.20
GRÆNATORGIÐ.IS – allt grænt á einum stað! Formleg opnun og óvæntur gestur.

SKÁLAÐ! (óáfengt) og léttar veitingar

HVENÆR: Föstudaginn 8.okt. kl.09.00-13.00
HVAR: Salur Orku náttúrunnar, Bæjarhálsi 1.
VERÐ: 12.500 kr

 

Vara er til

SKU: 2009 Flokkur:

Nánari lýsing

 

 

You may also like…